Erlent

Grýtti skóm að George Bush

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, gerir tilraun til að verja skot blaðamannsins sem þeytti skóm sínum að Bush.
Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, gerir tilraun til að verja skot blaðamannsins sem þeytti skóm sínum að Bush. MYND/AFP/Getty Images

George Bush Bandaríkjaforseta tókst naumlega að forða sér undan því að fá skó í höfuðið sem íraskur blaðamaður þeytti í átt að honum á blaðamannafundi í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær en forsetinn var staddur þar í eins konar kveðjuheimsókn.

Blaðamaðurinn henti báðum skóm sínum í átt að Bush sem beygði sig undan öðrum þeirra en hinn missti naumlega marks. Blaðamaðurinn hrópaði að hér væri kominn kveðjukossinn og kallaði Bush hund. Ein mesta móðgun sem hugsast getur í arabalöndum er að snerta manneskju með skósóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×