Enski boltinn

Sörensen: Millimeter frá því að missa sjónina

Thomas Sörensen, leikmaður Stoke.
Thomas Sörensen, leikmaður Stoke. Nordic Photos / Getty Images

Thomas Sörensen segist hafa verið aðeins millimetra frá því að missa sjónina eftir að hann var tæklaður af Alan Hutton, leikmanni Tottenham.

Sörensen er markvörður Stoke sem vann 2-1 sigur á Tottenham um helgina. Honum varð skipt af velli í hálfleik.

Hann segir enn fremur að Hutton hefði vel getað forðast samstuðið. „Ég var millimetra frá því að missa sjónina og ótrúlegt að ekki fór verr,“ sagði Sörensen. Sauma þurfti þrjú spor í augntóftina.

„Hann hefði getað forðast að lenda í samstuði við mig. Hann átti engan möguleika á boltanum en fór samt af fullum krafti í tæklinguna með takkana á undan sér.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×