Innlent

Sektaður fyrir að svíkja vörur og fé út með korti annars manns

Héraðsdómur Reykjanes hefur sektað 18 ára pilt um 60 þúsund krónur fyrir að hafa svikið út vörur og peninga með debetkorti annars manns.

Alls sveik maðurinn út peninga og vörur fyrir um 42 þúsund krónur. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og var málið því lagt í dóm að honum fjarstöddum. Var talið sannað að maðurinn hefði svikið út umræddar upphæðir og var hann því sektaður um 60 þúsund krónur sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×