Innlent

Nám er betra en bætur

Þó nú sé útlit fyrir að ekki komist allir í framhalds- og háskóla landsins, lofar menntamálaráðherra að gera allt til að koma öllum inn í skóla sem vilja.

Nær þrefalt fleiri hafa sótt um skólavist í Tækniskólanum nú en venja er, eða yfir 900 manns. Ekki eru fjárveitingar til fyrir öllum þessum fjölda og beiðni um aukafjárveitingu hefur ekki enn verið afgreidd.

Baldur Gíslason skólameistari, segir óljóst hve mörgum þurfi að vísa frá, að óbreyttu sé aðeins hægt að taka við 500 nemendum. Þá segir Baldur að þegar hafi verið rætt við menntamálaráðuneytið um aukafjárveitingu en ekki hafi enn borist svar. Rektor Háskóla Íslands segir háskólann ekki geta tekið á móti öllum þeim 1600 nemendum sem hafa sótt um skólavist á vormisseri.

Sömu er að segja frá Háskólanum í Reykjavík en 600 sóttu um inngöngu í skólann, að sögn Steinars Jóhannessonar forstöðumanns kennslusviðs HR. Þar af eru 70% karlmenn.

Þannig að þetta er öfugt við það þann fjölda karla sem stunda nám á landsvísu. Og ástæðan er sú að fleiri sækja um mastersnám og fleiri karlar eru atvinnulausir en konur.

Það þarf vissulega að skera niður á sviði menntamála eins og öðrum sviðum. Steinn bendir þó á mikilvægi menntunar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að menntastofanir séu ekki undanskildar þegar kemur að hagræðingu. Allir verði að koma til móts við breytta tíma. Stefnt sé að allir þeir sem hafi hug á að hefja háskólanám eigi kost á því.

Það er tvímælalaust betra að fólk sæki sér menntun heldur en að vera á atvinnuleysisbótum, að mati Þorgerðar Katrínar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×