Erlent

Mannfall í Kabúl

Úr myndasafni. MYND/AP
Úr myndasafni. MYND/AP

Þrjár systur, þrettán, fimmtán og sextán ára féllu þegar eldflaug lenti á heimili þeirra í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Tuttugu manna fjölskylda bjó í húsinu, en talið er að sprengjunni hafi verið ætlað að lenda á lögreglustöð skammt frá húsinu.

Lögregla í Kabúl gat ekki upplýst hver ber ábyrgð á árásinni en talið er að sprengjunni hafi verið varpað frá vesturhluta borgarinnar.

Fjórir lögreglumenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×