Enski boltinn

Ronaldo enn heitur fyrir City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo á æfingu hjá Flamengo.
Ronaldo á æfingu hjá Flamengo. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldo er enn spenntur fyrir því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City.

Ronaldo er nú að jafna sig á erfiðum hnémeiðslum og hefur verið að æfa með Flamengo í heimalandi sínu til að komast í sitt fyrra form.

City hafði áhuga að fá Ronaldo til liðs við sig áður en félagið var keypt af Abu Dhabi Group.

„Það eru mörg félög búin að setja sig í samband við mig en ef City myndi leggja fram tilboð sitt aftur myndi ég íhuga það," sagði Ronaldo. „Ég er allur að koma til og tel að ég verði orðinn 100 prósent klár eftir 1-2 mánuði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×