Erlent

Harry vill verða þyrluflugmaður í hernum

Harry prins var í Afganistan fyrr á þessu ári.
Harry prins var í Afganistan fyrr á þessu ári. MYND/AP

Breski prinsinn Harry hyggur á frekara nám innan breska hersins og stefnir nú að að verða þyrluflugmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. Með þessu fylgir hann í fótspor bróður síns, Vilhjálms.

Harry hefur undanfarin misseri hlotið þjálfun í breska hernum en hann mun í næsta mánuði gangast undir fjögurra vikna próf til þess að reyna að komast að sem þyrluflugmaður. Komist hann í gegnum það getur hann hafið þyrluflugmannsnám í byrjun næsta árs.

Harry, sem er þriðji í röð erfingja bresku krúnunnar á eftir föður sínum og bróður, hefur þegar vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í breska hernum. Hann starfaði í Afganistan snemma á árinu en var fluttur heim fyrr en áætlað var vegna ótta við að nærvera hans setti aðra hermenn í óþarfa hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×