Lífið

Paparassi kærir Paris og Benji

Ljósmyndari í Los Angeles er æfur út í Paris Hilton og kærastann hennar, Benji Madden. Hann segir að þau hafi keyrt ítrekað yfir fót hans og stungið svo af.

Atvikið varð fyrir helgi þegar parið var á leið heim af Foxtail næturklúbbnum. Benji var bak við stýrið og að venju var bíllinn umkringdur af paparössum. Á vídeóupptöku eins ljósmyndaranna heyrist maður öskra af sársauka þegar bíllinn rúllar yfir fót hans. Benji stígur út úr bílnum og gengur til ljósmyndarans, en snýr jafnharðan við, sest aftur upp í bíl og keyrir á brott.

Paparassinn hefur kært parið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.