HK féll - KR burstaði Þrótt 21. september 2008 17:57 Björgólfur Takefusa skoraði fyrir KR í dag Það verða ÍA og HK sem fá það hlutskipti að falla úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu en baráttan um sigur í deildinni er enn opin eftir sigur FH á Keflavík. Fylgst var með öllum leikjum dagsins á Boltavaktinni HK-menn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Fjölni í Grafarvogi, en fljótt varð ljóst að þetta var ekki dagur Kópavogsliðsins. Þeir Pétur Markan og Davíð Rúnarsson komu Fjölni í 2-0 eftir aðeins 16 mínútna leik og útlitið því strax orðið dökkt hjá HK. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir HK með marki úr víti á 64. mínútu en aðeins fjórum mínútum gerði Gunnar Guðmundsson út um leikinn fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. Skagamenn voru þegar fallnir úr deildinni en þeir sóttu Grindvíkinga heim suður með sjó. Grindvíkingar hafa verið arfaslakir á heimavelli í allt sumar og á því varð engin breyting í dag. Gilles Ondo kom heimamönnum reyndar yfir í leiknum en Árni Pjetursson jafnaði fyrir Skagamenn í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat þó gestirnir hefðu verið sterkari á lokasprettinum. KR-ingar tóku Þróttara í bakaríið á heimavelli sínum 5-2. Björgólfur Takefusa, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðjón Baldvinsson og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk KR í leiknum, en Hjörtur Hjartarson og Adolf Sveinsson klóruðu í bakkann fyrir Þróttara sem þegar höfðu tryggt veru sína í deildinni. Fylkir slapp líka endanlega við fall í dag eftir að HK tapaði fyrir Fjölni, en Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á Breiðablik í Kópavogi. Jóhann Berg Guðmundsson kom heimamönnum reyndar yfir með marki úr víti strax í byrjun leiks, en Haukur Ingi Guðnason og Kjartan Baldvinsson komu Fylki yfir með tveimur mörkum skömmu fyrir hlé. Kjartan bætti svo við öðru marki sínu á 90. mínútu áður en Marel Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Blika. Fram heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni og í dag lagði liðið Val 2-1 á heimavelli sínum. Ívar Björnsson kom Frömurum yfir strax á 8. mínútu og Joseph Tillen bætti við öðru marki strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Baldur Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Val á 62. mínútu, en lengra komust Valsmenn ekki. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik og FH í öðru sæti með 41 stig og á leik til góða gegn Blikum á miðvikudaginn. Framarar eru í þriðja sætinu með 37 stig, KR í fjórða með 36 stig og Valsarar í fimmta með 35 stig. Þessi lið munu því berjast um Evrópusæti í lokaumferðinni. Stöðuna í deildinni má sjá á Boltavaktinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Það verða ÍA og HK sem fá það hlutskipti að falla úr Landsbankadeild karla í knattspyrnu en baráttan um sigur í deildinni er enn opin eftir sigur FH á Keflavík. Fylgst var með öllum leikjum dagsins á Boltavaktinni HK-menn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Fjölni í Grafarvogi, en fljótt varð ljóst að þetta var ekki dagur Kópavogsliðsins. Þeir Pétur Markan og Davíð Rúnarsson komu Fjölni í 2-0 eftir aðeins 16 mínútna leik og útlitið því strax orðið dökkt hjá HK. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir HK með marki úr víti á 64. mínútu en aðeins fjórum mínútum gerði Gunnar Guðmundsson út um leikinn fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. Skagamenn voru þegar fallnir úr deildinni en þeir sóttu Grindvíkinga heim suður með sjó. Grindvíkingar hafa verið arfaslakir á heimavelli í allt sumar og á því varð engin breyting í dag. Gilles Ondo kom heimamönnum reyndar yfir í leiknum en Árni Pjetursson jafnaði fyrir Skagamenn í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat þó gestirnir hefðu verið sterkari á lokasprettinum. KR-ingar tóku Þróttara í bakaríið á heimavelli sínum 5-2. Björgólfur Takefusa, Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðjón Baldvinsson og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk KR í leiknum, en Hjörtur Hjartarson og Adolf Sveinsson klóruðu í bakkann fyrir Þróttara sem þegar höfðu tryggt veru sína í deildinni. Fylkir slapp líka endanlega við fall í dag eftir að HK tapaði fyrir Fjölni, en Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á Breiðablik í Kópavogi. Jóhann Berg Guðmundsson kom heimamönnum reyndar yfir með marki úr víti strax í byrjun leiks, en Haukur Ingi Guðnason og Kjartan Baldvinsson komu Fylki yfir með tveimur mörkum skömmu fyrir hlé. Kjartan bætti svo við öðru marki sínu á 90. mínútu áður en Marel Baldvinsson minnkaði muninn fyrir Blika. Fram heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni og í dag lagði liðið Val 2-1 á heimavelli sínum. Ívar Björnsson kom Frömurum yfir strax á 8. mínútu og Joseph Tillen bætti við öðru marki strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Baldur Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir Val á 62. mínútu, en lengra komust Valsmenn ekki. Keflvíkingar eru á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 leik og FH í öðru sæti með 41 stig og á leik til góða gegn Blikum á miðvikudaginn. Framarar eru í þriðja sætinu með 37 stig, KR í fjórða með 36 stig og Valsarar í fimmta með 35 stig. Þessi lið munu því berjast um Evrópusæti í lokaumferðinni. Stöðuna í deildinni má sjá á Boltavaktinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira