Búið er að skrá tæplega fjögur þúsund afkomendur þeirra Íslendinga sem fluttu til Brasilíu á 19. öld. Ættfræðiþjónustan hefur unnið að verkinu ásamt ungum brasilíumanni og hefur málið vakið nokkra athygli í Brasilíu.
Fyrstu íslendingarnir fóru til Brasilíu árið 1863. Áratug síðar fóru hátt fjörutíu Íslendingar til viðbótar en þrír þeirra fórust á leiðinni. Brasilíumaðurinn Luciano Dutra, hefur unnið að skrásetningu afkomenda þessara Íslendinga í samvinnu við Ættfræðiþjónustuna.
Málið hefur vakið nokkra athygli í Brasilíu og er hingað til lands kominn blaðamaður til fjalla um málið.
Verkefnið gengur vel og er nú þegar búið að finna nokkur þúsund afkomendur þeirra Íslendinga sem settust að í Brasilíu á 19. öld.