Erlent

Barnfóstra sýknuð eftir þrjú ár í fangelsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Suzanne Holdsworth og Kyle Fisher sem hún var ákærð og dæmd fyrir að verða að bana.
Suzanne Holdsworth og Kyle Fisher sem hún var ákærð og dæmd fyrir að verða að bana. MYND/Guardian

Breskur áfrýjunardómstóll sýknaði í gær barnfóstruna Suzanne Holdsworth sem dæmd var í lífstíðarfangelsi árið 2005 fyrir að hafa orðið tveggja ára dreng, sem hún gætti, að bana.

Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu legið fyrir nægar sannanir í málinu en ítarleg rannsókn leiddi í ljós að drengurinn sem lést varð ekki fyrir höfuðhöggi eins og talið var í upphafi, heldur þjáðist hann af heilagalla sem dró hann til dauða. Holdsworth eyddi þremur árum í fangelsi meðan á áfrýjun málsins stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×