Innlent

Ríkisstjórnin mætt í Ráðherrabústaðinn

Öll ríkisstjórnin er komin í ráðherrabústaðinn að undanskildum þeim Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Enginn úr ríkisstjórninni vildi tjá sig neitt um ástand mála við fréttamenn.

Fjórir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafa fundað með forsvarsmönnum allra bankanna í morgun. Búist er við því að forsvarsmenn úr atvinnulífinu og lífeyrissjóðanna mæti svo á fund ráðherranna á eftir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×