Íslenski boltinn

Átta stiga forysta Keflavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keflvíkingar tryggðu stöðu sína á toppi deildarinnar í kvöld.
Keflvíkingar tryggðu stöðu sína á toppi deildarinnar í kvöld. Mynd/Anton

Keflavík vann í dag 3-1 sigur á Breiðabliki í fyrsta leik 20. umferðar Landsbankadeildar karla. Patrik Ted Redo skoraði tvö mörk fyrir Keflavík.

Jóhann Berg Guðmundsson kom Blikum yfir með glæsilegu marki undir lok fyrri hálfleiks en Redo jafnaði metin strax í upphafi. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki á 62. mínútu og Redo innsiglaði sigurinn níu mínútum fyrir leikslok.

Keflavík er nú komið með 46 stig eftir 20 leiki og er sem stendur með átta stiga forystu á FH sem á reyndar tvo leiki til góða. FH mætir einmitt Fram á Laugardalsvellinum klukkan 21.10 í kvöld. Breiðablik er sem fyrr í sjötta sæti með 30 stig.

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleik og fóru með illa með færin sín. Það færðu Blikar sér í nyt. Heimamenn gerðu hins vegar ekki sömu mistök í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa nánar um gang leiksins með því að smella á viðkomandi leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×