Lífið

Sáu íslenskt par í ástarleikjum í Bláa Lóninu

Frank og Casper eru staddir hér á landi.
Frank og Casper eru staddir hér á landi.

Félagarnir Casper og Frank sem fara á kostum í þáttunum Klovn á Rúv voru í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Þar kom fram að þeir hefðu séð íslenskt par í ástarleikjum í Bláa lóninu. Parið var umsvifalaust rekið upp úr að sögn félaganna.

Casper og Frank eru einhverjir fyndnustu menn Danmerkur og eru nú að byrja á sjöttu þáttaröðinni um Klovn, Trúður. Þeir eru staddir hér á landi til þess að fá hugmyndir að nýju seríunni.

Meðal annars kíktu þeir í Bláa lónið þar sem þeir sögðust hafa séð íslenskt par í ástarleikjum. Parið var rekið uppúr og sett í ævilangt bann í lóninu að þeirra sögn. Einnig kom fram að þeim líkar afskaplega vel við Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.