Íslenski boltinn

Heimir: Höldum áfram að berjast

Það hefði verið fínt að fá eitt mark í viðbót en þetta var öruggur sigur og við erum klárir í næsta leik," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur hans manna á Breiðablik í kvöld.



"Við spiluðum vel og fengum mark snemma eftir hornspyrnu sem gerist nú ekki á hverjum degi. Eftir það höfðum við tök á leiknum og svo varði Gunni vítið frá þeim sem hefði geta gefið þeim smá bragð af þessu," sagði Heimir í samtali við Stöð 2 Sport.



"Næsti leikur hjá okkur er uppi í Árbæ þar sem heimamenn hafa verið að spila vel en á meðan við eigum möguleika, höldum við áfram að berjast," sagði Heimir um leikinn gegn Fylki í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×