Innlent

Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um fast gengi krónunnar

Finnur Árnason, forstjóri Haga
Finnur Árnason, forstjóri Haga

Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um að gengi krónunnar sé fest tímabundið og aðgangur að gjaldeyri sé tryggður. Það er von Haga að þessi aðgerð leiði síðan til styrkingar íslensku krónunnar þannig að verðbólguþróun undanfarna mánuði snúist í verðhjöðnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga.

,,Aðgerðin mun leggja grunn að eðlilegum viðskiptum með innfluttar vörur og koma í veg fyrir þær gríðarlegu verðhækkanir, sem voru yfirvofandi. Það er trú Haga að aðgerðin stuðli að stöðugleika, sem er nauðsynlegur íslenskum fyrirtækjum," segir Finnur.

Hagar raka meðal annars verslanirnar Hagkaup, Bónus, Aðföng, 10-11, Debenhams, Karen Millen, TopShop, Zara, Oasis og Útilíf.




Tengdar fréttir

Gengi íslensku krónunnar fest

Seðlabankinn mun grípa til aðgerða til þess að styðja við hækkun gengisins á ný og koma þannig á stöðuleika í gengis- og verðlagsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans. Þar er bent á að gengi krónunnar hafi fallið mikið undanfarnar vikur og sé orðið mun lægra en samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×