Erlent

Lést eftir árekstur við fljúgandi dádýr

Dönsk kona á sextugsaldri beið bana í gær þegar hún lenti í árekstri við fljúgandi dádýr á þjóðvegi á Jótlandi.

Þetta atvikaðist þannig að bíll, sem kom á móti bíl konunnar, ók á dádýrið sem tókst á loft og hafnaði á framrúðu bíls konunnar. Krafturinn var svo mikill á dádýrinu að það fór í gegnum framrúðuna, banaði konunni, fór svo út um afturrúðuna og hafnaði á veginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×