Lífið

Morten Harket í viðtali hjá Ívari Guðmunds

Ívar Guðmundsson og Morten Harket.
Ívar Guðmundsson og Morten Harket.

Norski popparinn sem gerði allt vitlaust með hljómsveitinni A-ha árið 1985 mætti í viðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í morgun. Popparinn er staddur hér á landi til þess að leggja lokahönd á sína aðra sólóplötu.

„Ég er nú bara að finna sjálfan mig," sagði Morten þegar Ívar spurði hvað hann væri að gera hér á landi. Síðan sagðist hann vera að leggja lokahönd á sólóplötu sem hann hafi ætlað fyrst að gefa út fyrir tíu árum síðan.

„Þá fóru strákarnir að tala um að koma aftur saman. Mig langaði samt að halda áfram að gera músík en vildi ekki vera sá sem stæði í veg fyrir endurkomunni. Við komum síðan aftur saman, gáfum út eitthvað árið 2000 og nú eru liðin átta mjög viðburðarík ár."

Morten er nú loksins búinn að taka upp plötuna og er hér á landi til þess að leggja lokahönd á verkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.