Lífið

Kosið um afrekskonu Létt Bylgjunnar

Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Létt Bylgjunni.
Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Létt Bylgjunni.

Kosning stendur nú yfir á afrekskonu léttbylgjunnar, en hún verður krýnd annað kvöld á konukvöldi Léttbylgjunnar í Smáralindinni. Undanfarna daga hafa fjölmargar tilnefningar borist, en þær sem stóðu upp úr voru eftirfarandi:

BAS hópurinn: Soffía Eiríksdóttir, Anna Arnarsdóttur og Bríet Birgisdóttur - Þær þykja hafa tekið á samfélagslegum vandamálum á mjög áhrifaríkan og skemmtilegan hátt.

Ingibjörg Friðriksdóttir- 19 ára fatahönnuður og nemi sem safnaði rúmum 4 milljónum króna fyrir mænuskaddaða eftir að móðir hennar slasaðist.

Guðrún Jónsdóttir- Félagsráðgjafi og talskona Stígamóta undanfarin 9 ár

Áslaug Ósk Hinriksdóttir- Hún bloggar af hreinskilni um baráttu fjölskyldunnar við veikindi dóttur sinnar

Margrét Lára Viðarsdóttir- Frábær knattspyrnukona og fyrirmynd ungra stúkna

Smelltu hér til að kjósa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.