Erlent

Dýr myndi Drottinn allur

Óli Tynes skrifar
Kristur eftir Michelangelo.
Kristur eftir Michelangelo. MYND/AP

Ítalska ríkið hefur keypt líkneski af Kristi á krossinum fjórum árum eftir að sérfræðingar staðfestu að verkið væri eftir Michelangelo.

Þetta er tréskurðarmynd sem er rúmlega fjörutíu sentimetra há. Hún var sýnd fréttamönnum í ítalska sendiráðinu í Páfagarði um helgina.

Ítalska ríkið greiddi rúmlega hálfan milljarð króna fyrir líkneskið.

Það verður haft til sýnis í neðri deild ítalska þingsins frá 23. desember næstkomandi og verður væntanlega vel gætt. Úr þinginu fer það svo á safn í Flórens.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×