Fótbolti

Villa tryggði Spánverjum sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan Ibrahimovic í strangri gæslu.
Zlatan Ibrahimovic í strangri gæslu.

David Villa er sjóðheitur um þessar mundir en hann tryggði Spánverjum 2-1 sigur á Svíþjóð í D-riðli Evrópumótsins í dag. Hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Spánverjar hafa sex stig en Svíar þrjú. Rússland og Grikkland mætast klukkan 18:45 en bæði lið töpuðu í fyrstu umferð.

Það var Fernando Torres sem kom Spánverjum eftir vel útfærða hornspyrnu á 15. mínútu leiksins en Zlatan Ibrahimovic jafnaði tíu mínútum fyrir leikhlé. Villa er maður mótsins til þessa en hann skoraði þrennu í fyrsta leik Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×