Innlent

Tjáir sig ekki um formannsframboð

Siv Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segir það ekki hafa verið á dagskrá hjá sér en Valgerður Sverrisdóttir núverandi formaður lýsti því yfir í dag að hún ætli sér ekki í formannsframboð.

„Þetta hefur ekki verið á dagskrá hjá mér og ég ætla ekki að tjá mig um þessi mál að svo stöddu," sagði Siv í samtali við Vísi þar sem hún var stödd í Eistlandi á leiðinni upp í rútu.

„Ég er að flytja erindi í Eystrasaltsráðinu svokallaða og kem heim á laugardaginn."

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins sagðist alvarlega vera að íhuga formannsframboð í samtali við Vísi í dag. Einnig hefur Páll Magnússon verið nefndur sem hugsanlegur formannsframbjóðandi. Kosið verður á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×