Innlent

Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fengu 50 milljónir

Pokasjóður afhendir í hádeginu Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fimmtíu milljónir króna til að styðja skjólstæðinga sína fyrir jólin og fram eftir vetri. Styrkurinn verður í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan Pokasjóðs. Gjafakortin eru greiðslukort sem notuð eru með sama hætti og önnur greiðslukort. Inneign á kortunum er annars vegar fimm þúsund krónur og hins vegar tíu þúsund krónur. Eðvarðsson frá Samkaupum og Höskuldur Jónsson frá ÁTVR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×