Höskuldur íhugar alvarlega formannsframboð 4. desember 2008 14:07 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar alvarlega að gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi sem haldið verður í janúar. Höskuldur segir að flokksmenn hvaðanæva af landinu hafi haft samband við sig og hvatt hann til að gefa kost á sér. ,,Ég er að velta þessu alvarlega fyrir mér," segir Höskuldur og bætir við að hann muni fljótlega gefa út yfirlýsingu um hvað hann hyggst gera. Staðan hefur breyst hratt Höskuldur telur að enginn hafi getað séð fyrir þá stöðu sem upp er komin innan Framsóknarflokksins og í íslensku þjóðfélagi. ,,Það er vindasamt og staðan hefur breyst hratt og maður þarf að íhuga sína stöðu og sína framtíð. Ég treysti mér til allra góðra verka." Valgerður Sverrisdóttir er starfandi formaður flokksins og Höskuldur segist beri mikla virðingu fyrir henni. Hann vill að Valgerður gefi fljótlega upp hvort hún ætli að gefa kost á sér. Flokksmenn þurfi ráðrúm til að gera upp við sig hvern þeir vilja að veljist til forystu í flokknum. Valgerður er starfandi formaður Valgerður tók tímabundið við sem formaður þegar Guðni Ágústsson sagði af sér formennsku 17. nóvember. Þá sagði hún óvíst hvort hún myndi sækjast eftir formannsembættinu. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið 16. til 18. janúar í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda. Enn sem komið er hefur Birkir Jón Jónsson einn líst yfir framboði en hann gefur kost á sér sem næsti varaformaður flokksins. Höskuldur er 35 ára og er einn af þremur þingmönnum flokksins úr Norðvesturkjödæmi. Hann starfaði sem lögmaður áður en var kjörin á þing í maí 2007. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar alvarlega að gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi sem haldið verður í janúar. Höskuldur segir að flokksmenn hvaðanæva af landinu hafi haft samband við sig og hvatt hann til að gefa kost á sér. ,,Ég er að velta þessu alvarlega fyrir mér," segir Höskuldur og bætir við að hann muni fljótlega gefa út yfirlýsingu um hvað hann hyggst gera. Staðan hefur breyst hratt Höskuldur telur að enginn hafi getað séð fyrir þá stöðu sem upp er komin innan Framsóknarflokksins og í íslensku þjóðfélagi. ,,Það er vindasamt og staðan hefur breyst hratt og maður þarf að íhuga sína stöðu og sína framtíð. Ég treysti mér til allra góðra verka." Valgerður Sverrisdóttir er starfandi formaður flokksins og Höskuldur segist beri mikla virðingu fyrir henni. Hann vill að Valgerður gefi fljótlega upp hvort hún ætli að gefa kost á sér. Flokksmenn þurfi ráðrúm til að gera upp við sig hvern þeir vilja að veljist til forystu í flokknum. Valgerður er starfandi formaður Valgerður tók tímabundið við sem formaður þegar Guðni Ágústsson sagði af sér formennsku 17. nóvember. Þá sagði hún óvíst hvort hún myndi sækjast eftir formannsembættinu. Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið 16. til 18. janúar í Vodafonehöllinni við Hlíðarenda. Enn sem komið er hefur Birkir Jón Jónsson einn líst yfir framboði en hann gefur kost á sér sem næsti varaformaður flokksins. Höskuldur er 35 ára og er einn af þremur þingmönnum flokksins úr Norðvesturkjödæmi. Hann starfaði sem lögmaður áður en var kjörin á þing í maí 2007.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira