Innlent

Lögreglan hljóp uppi þjófóttan ökuníðing

Sautján ára gamall Seltirningur hefur verið ákærður fyrir að stela bíl frá réttingarverkstæði að Draghálsi í Reykjavík, í júní, og aka henni, án ökuréttinda, um götur bæjarins. Hann ók meðal annars á tæplega 140 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi þar sem leyfður hámarkshraði var 80 kílómetrar á klukkustund.

Í brotalýsingu í ákæru kemur fram að maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi sem gefin voru með hljóðmerkjum og forgangsljósum, heldur ók áfram Víkurveginn uns hann ók gegn einstefnu á hringtorgi við Víkurveg og Strandveg. Hann ók siðan utan vegar þar til hann kom inn í íbúðarhverfi þar sem að hann varð að stöðva bifreiðina. Lögreglan stöðvaði svo ákærða á hlaupum í nágrenninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×