Innlent

Davíð sagði Árna Pál ómálefnanlegan

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafi svarað spurningu sinni á fundi viðskiptanefndar í morgun á þá leið að hún væri ómálefnanleg og ósmekkleg.

,,Ég fór yfir það á fundinum að við værum búin að fá þá ráðgjöf frá helstu hagfræðingum landsins að það væri mjög mikilvægt að það væri samhljómur í hagstjórninni á milli ríkisstjórnar og Seðlabanka. Ljóst væri að samhljómur væri greinilega ekki fyrir hendi," segir Árni Páll.

Fjölmargar yfirlýsingar Davíðs hafi ekki verið til þess fallnar að greiða fyrir framgangi máli. ,,Við þessar aðstæður hlyti maður að spyrja sig að því hvort hann sæi fyrir sér aðstæður sem réttlætu það að bankastjórnarnir einfaldlega vikju því trúnaðartraustið væri ekki fyrir hendi." Ljóst væri að í samfélaginu og innan stjórnarflokkanna væri víðtækt vantraust til yfirstjórnar Seðlabankans.

Árni segir að Davíð hafi svarað sér á þá leið að spurning hans væri ómálefnaleg og ósmekkleg. En það kæmi ekki að öllu leyti á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×