Innlent

Skýrsla um fjármagnsflutninga fyrir bankahrunið væntanleg

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið KPMG vinnur að úttekt fyrir Fjármálaeftirlitið um fjármagnsflutninga bankanna í aðdraganda falls þeirra. Fjármáleftirlitið fær skýrsluna á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær með fulltrúum skilanefnda gömlu bankanna.

KPMG skoðar hreyfingar viðskipta í bönkunum frá 1. september til 15. október. Þá mun væntanlega skýrast hvort óeðlilegir fjármagnsflutningar hafi átt sér stað á milli Íslands og Bretlands á tímabilinu.

Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar, fagnar úttektinni og vonast til þess að að hún muni eyði ákveðni tortryggni um seinustu dagana fyrir bankahrunið.

Hvorki náðist í Írisi Björk Hreinsdóttur eða Úrsúlu Ingavarsdóttur upplýsingafulltrúa Fjármálaeftirlitsins, til að fá staðfest hvenær von sé á skýrslunni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×