Lífið

Skilnaður engin lausn

MYND/Foxnews

Spjallþáttadrottningin Ellen Degeneres hlustaði snortin á leikarann Will Smith lýsa fyrir henni persónulegu dónatali sem hann átti við eiginkonu sína að henni sjáandi baksviðs á Óskarnum.

Will Smith og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa verið gift í tíu ár og eiga saman tvö börn. Will á að baki stutt hjónaband með Sheree Zampino og á með henni son, Willard Smith, kallaður Trey, sem er 15 ára.

Leikarinn heldur því fram í spjallþætti Ellen Degeneres að skilnaður er alls engin lausn og að skilnaður sé einfaldlega ekki inn í myndinni þegar kemur að sambandi hans og núverandi eiginkonu sem hann kynntist við gerð sjónvarpsseríunnar The Fresh Prince of Bel Air.

„Við hjónin ætlum að vera saman alla ævi og ætlum að reyna eins og við

getum að vera ánægð með hvort annað," segir leikarinn.

Horfa á Will lýsa dónatali við eiginkonu sína til 10 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.