Íslenski boltinn

Valsvöllur ekki tilbúinn

Nýr völlur Íslandsmeistarar Vals verður ekki tilbúinn þegar Landbankadeildin hefst en Þróttur spilar heimaleiki sína á Valbjarnarvelli. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður þangað til Landsbankadeild karla hefst. Íslandsmeistarar Vals eiga fyrsta heimaleik gegn Grindavík 15. maí en sáralitlar líkur taldar á því að nýi Valsvöllurinn verði klár. Að sögn vallarstjóra Vals var lokið við að tyrfa völlinn það seint í fyrrasumar að hann tekur væntanlega mun seinna við sér en aðrir vellir og verður hugsanlega ekki tilbúinn fyrr en í júní. Það skýrist betur í næstu viku þegar sérfræðingar skoða völlinn.

Þróttur mun spila sína leiki á Valbjarnarvelli í sumar, að sögn formanns knattspyrnudeildar. KSÍ hefur gefið grænt ljóst á Valbjarnarvöll en sett verða 600 sæti í gömlu stúkuna auk annarra lagfæringa. Þetta er hins vegar til bráðabirgða því Þróttarar vígja nýjan heimavöll sumarið 2010 með nýjum grasvelli og stúku þar sem gervigrasvöllurinn er núna, en sá verður færður austar. Framkvæmdir hefjast næsta haust.

Nýliðar Fjölnis hefja fljótlega framkvæmdir við nýja áhorfendaaðstöðu vestan megin við aðalvöllinn þar sem verða pallar með sætum fyrir 500 manns og verður aðstaðan tilbúin fyrir fyrsta heimaleikinn gegn KR 15. maí. Að sögn framkvæmdastjóra Fjölnis verður svo ný 800 manna stúka tilbúin 2010.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×