Undarlegt atvik átti sér stað á móti á Miami í bandarísku tennismótaröðinni á mánudaginn er Rússinn Mikhael Youzhny blóðgaði sjálfan sig með tennisspaða sínum.
Youzhny mætti Spánverjanum Nicolas Almagro í þriðju umferð mótsins og byrjaði á því að vinna fyrstu lotuna, 6-3. Hann tapaði næstu lotu, 6-3, og var á góðri leið með að tapa oddalotunni.
Staðan var 5-4, Almagro í vil, þegar Youzhny missti stjórn á skapi sínu. Hann lamdi tennisspaða sínum þrívegis í andtlitið þannig að hann hlaut sár á enninu. Gera þurfti hlé á viðureigninni á meðan gert var að sárinu en myndband af atvikinu má sjá hér.
Þetta virtist hins vegar hafa góð áhrif á Youzhny því hann vann sjö stig í röð og vann að lokum viðureignina eftir sigur í oddalotunni, 7-6.
Youzhny varð hins vegar að játa sig sigraðan í fjórðu umferðinni í nótt. Þá tapaði hann fyrir Janko Tipsarevic frá Serbíu, 3-6, 6-0 og 6-3.