Innlent

Sveitarfélögin skoða ESB-aðild

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í gær að framkvæmdastjóri samtakanna hefði forystu um að kanna hagsmuni sveitarfélaga af inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þátttöku í Evrópusamvinnu á vettvangi þess.

Tillagan, sem borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson lagði fram, var samþykkt einróma en í stjórn Sambandsins eiga sæti fulltrúar úr öllum flokkum og öllum landshlutum. Formaður stjórnar er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, og varaformaður er Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna. - ovd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×