Erlent

Hamas framlengja ekki vopnahlé við Ísrael

Óli Tynes skrifar
Hamas liðar héldu upp á tuttugu og eins árs afmæli samtakanna í dag.
Hamas liðar héldu upp á tuttugu og eins árs afmæli samtakanna í dag. MYND/AP

Hamas samtökin segja að tímabundið vopnahlé við Ísrael á Gaza ströndinni verði ekki endurnýjað þegar það rennur út síðar í þessum mánuði.

Leiðtogi Hamas sem er í útlegð í Sýrlandi sagði í yfirlýsingu: "Það verður ekkert framhald á friðinum þegar vopnahléið rennur út."

Þetta vopnahlé hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Hamas-liðar hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum yfir til Ísraels, þótt þær hafi raunar verið færri en áður.

Og Ísraelar hafa svarað fyrir sig af alkunnri hörku. Þar fyrir utan hefur margsinnis komið til átaka milli Hamas-liða annarsvegar og palestinskra stuðningsmanna Fatah samtakanna hinsvegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×