Erlent

Vissi ekki um tilraunir til að selja þingsæti

Starfsmannastjóri Baracks Obama ræddi við ríkisstjórann í Illinois um hvern Obama vildi fá sem eftirmann sinn í öldungadeild þingsins.

Rod Blagojevich ríkisstjóri í Illinois hefur verið sakaður um að reyna að selja þingsætið sem Barack Obama sagði skilið við þegar hann var kjörinn forseti.

Aðeins ríkisstjórinn getur skipað eftirmann í það sæti. Dagblaðið Chicago Tribune skýrir frá því í dag að Rahm Emanuel sem Obama valdi sem starfsmannastjóra hefði talað við ríkisstjórann um hver skyldi fylla sætið.

Blaðið segir að Emanuel hafi í síma lesið upp lista yfir þá menn sem Obama gæti fallist á að tæki við sætinu í öldungadeildinni.

Samtalið var hlerað sem liður í rannsókn á öðrum spillingamálum sem ríkisstjórinn var grunaður um.

Chicago Tribune tekur fram að ekkert í samtalinu bendi til þess að Emanuel hvað þá Obama sjálfur hafi komið að tilraunum ríkisstjórans til þess að selja þingsætið.

Allt samband við Blagovich sé hinsvegar óþægilegt eins og nú er komið málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×