Erlent

Breska lögreglan gerði mistök

Cressida Dick
Cressida Dick
Bretland, AP Breskur kviðdómur komst á föstudag að þeirri niðurstöðu að breska lögreglan hefði gerst brotleg við lög þegar hún skaut ungan Brasilíumann á lestarstöð í London sumarið 2005.

Breska lögreglan taldi að Jean Charles de Menezes, 27 ára gamall rafvirki, væri hryðjuverkamaður og elti hann frá heimili hans niður í neðanjarðarlest, þar sem lögregluþjónar urðu honum að bana.

Kviðdómurinn tók ekki undir málflutning lögreglunnar við réttarhöldin, heldur taldi henni hafa orðið á alvarleg mistök.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×