Innlent

Lögreglan gaf fólki kakóbolla

Hópur fólks gekk frá Samkomuhúsinu niður á Ráðshústorg í mótmælunum á Akureyri í gær.
Hópur fólks gekk frá Samkomuhúsinu niður á Ráðshústorg í mótmælunum á Akureyri í gær.
Um eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær þar sem ríkisstjórn landsins og efnahagsástandinu var mótmælt. Í þetta sinn sýndi fólk samstöðu sína með sautján mínútna þögn í stað þess að hlusta á ræður.

Á Akureyri gengu um 150 manns frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg í vikulegu mótmælunum þar í bæ sem bera yfirskriftina Virkjum lýðræðið. Lögreglan á Akureyri lét ekki sitt eftir liggja og gaf almenningi kakóbolla í kuldanum á Ráðhústorginu. Guðmundur Ármann listamálari, Þorsteinn Pétursson lögreglumaður og Guðrún Þórs myndlistarnemi tóku til máls á fundinum. Framhald verður á mótmælum næstu laugardaga. - fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×