Innlent

Hnífamaður áfram inni

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sævari Sævarssyni, til fimmtudagsins 26. mars.

Sævar var nýlega dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á mann á Hverfisgötu og stakk hann með hnífi í bak og vinstri framhandlegg. Fórnarlambið hlaut stungusár í brjóstholi og lunga, með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi, auk fleiri áverka. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og situr maðurinn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur þar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×