Innlent

Þrír slógust í fjölbýlishúsi

Einn maður fékk skurð á höfuð eftir slagsmál við tvo aðra menn í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn um hálfníu leytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi litu meiðsli mannsins alvarlega út í fyrstu en þau reyndust vera minni þegar upp var staðið.

Mennirnir tveir sem slógust við hann voru báðir látnir dúsa í fangageymslum lögreglunnar í gær og átti að yfirheyra þá síðar um kvöldið eftir að áfengisvíman rynni af þeim. Mennirnir, sem eru Íslendingar, eru allir nálægt fertugu. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×