Innlent

Hnífsstungufórnarlamb komið af gjörgæslu

Drengurinn sem var stunginn á Hverfisgötunni í gærmorgun er kominn af gjörgæsludeild. Pilturinn var stunginn vinstra megin í brjósthol, og voru áverkarnir mjög alvarlegir. Líðan hans er eftir atvikum.

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi, en náðist skömmu eftir árásina. Hann var síðdegis í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Mennirnir þekktust ekki, og er ekki vitað um ástæður árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×