Erlent

Vandræðaleg beiðni um aðstoð

Óli Tynes skrifar
Hryðjuverkamennirnir myrtu fjölda manna í Taj Mahal hótelinu í Mumbai.
Hryðjuverkamennirnir myrtu fjölda manna í Taj Mahal hótelinu í Mumbai. MYND/AP

Eini hryðjuverkamaðurinn sem komst lifandi frá árásinni á Mumbai á Indlandi á dögunum hefur beðið yfirvöld í Pakistan um aðstoð vegna þess að enginn indverskur lögfræðingur vill verja hann.

Hátt á annað hundrað manns féllu í árás tíu hryðjuverkamanna á Mumbai. Þeir voru allir frá Pakaistan. Indverskir lögfræðingar segja að úr frá siðferðissjónarmiðum og þjóðernisást geti þeir ekki tekið að sér að verja mann sem hefur slíkt ódæðisverk á samviskunni.

Gera má því skóna að yfirvöld í Pakistan séu ekki ýkja hrifin af þessari beiðni. Í upphafi kenndu Indverjar þeim um árásina en þau hafa svarið og sárt við lagt að þau hafi hvergi komið þar nærri.

Beiðni morðingjans hefur ekki enn verið svarað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×