Erlent

Óseldir bílar í bunkum vestanhafs

Óli Tynes skrifar
Vantar þig bíl?
Vantar þig bíl? MYND/AP

Það eru ekki bara íslensku umboðin sem eiga í vandræðum með að selja bíla sína. Í landi bílsins, Bandaríkjunum, er einnig kreppa.

Meðfylgjandi mynd er frá samsetningarverksmiðju General Motors í Michigan. Verksmiðjurnar segja að þær ætli að draga framleiðsluna saman um 250 þúsund bíla á fyrsta ársfjórðungi ársins 2009.

Venjulega eru framleiddir 750 þúsund bílar á því tímabili. Tuttugu verksmiðjum GM verður lokað tímabundið víðsvegar um landið.

Eftir að öldungadeild þingsins felldi frumvarp um að veita bílaframleiðendum 15 milljarða dollara aðstoð er nú ríkisstjórnin að gera upp við sig hvort hún eigi að stinga hendinni niður í 700 milljarða dollara björgunarpakka sem samþykktur var í síðasta mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×