Innlent

Karlmaður réðist á lögreglumenn

Til átaka kom milli lögreglu og karlmanns á sextugsaldri fyrir utan bensínstöð N1 við Hringbraut laust eftir klukkan sjö í morgun. Maðurinn var sofandi í bifreið sinni fyrir utan bensinstöðina þegar lögregla hafði afskipti af honum. Brást hann illa við og réðst að lögreglumönnum með þeim afleiðingum að einn þeirra hlaut áverka í andliti og á hálsi.

Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn lögreglu en hann var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður seinna í dag. Nóttin var öðru leyti róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur en alls fengu fjórir að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×