Innlent

Mótorhjólamaður slasaðist við Esjuna

Lögreglumenn við Esjuna.
Lögreglumenn við Esjuna. MYND/Arnþór

Óskað var eftir sjúkrabíl við Esjurætur á þriðja tímanum í dag þar sem mótorhjólamaður hafði dottið af hjóli sínu við Mógilsá. Sjúkralið flutti manninn á slysadeild þar sem hann er nú til rannsóknar.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði maðurinn að hann hefði dottið af hjólinu á 40-50 kílómetra hraða og kenndi til í brjóstkassa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×