Innlent

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum.
Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Í dag er opið í Bláfjöllum og Skálafelli. Veður er mjög fínt, sól, örlítill vindur og um það bil fimm stiga frost. Klukkan 15 verður tekin skóflustunga að nýjum skála ÍR og Víkings á Bláfjallasvæðinu.

Nokkur mót eru í gangi um helgina í Bláfjöllum. Meðal annars Framleikar þar sem um 150 börn keppa, og Reykjavíkurmeistaramót 15 ára og eldri verður í Kóngsgili á morgun.

Skíðasvæðið í Tindastól er einnig opið frá klukkan 11-17 í dag. Þar er hægviðri, þriggja stiga frost, heiðskýrt og góður snjór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×