Innlent

Gulleggið 2008 afhent í dag

Gulleggið verður afhent í Iðnó í dag.
Gulleggið verður afhent í Iðnó í dag. MYND/Brynjar Gauti Sveinsson

Frumkvöðlar átta efstu viðskiptahugmynda í Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 eru nú í óða önn að kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir yfirdómnefnd keppninnar. Úrslit hófust í morgun með þessum hætti en keppnin er fyrir íslenska háskólanemendur.

Lokahófið verður í Iðnó í dag milli klukkan 17 og 18:30. Þá verður tilkynnt um sigurvegara keppninnar sem fær Gulleggið 2008 afhent ásamt veglegum peningaverðlaunum.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans munu afhenda verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×