Sport

Örn bætti ekki Íslandsmet sitt - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson í Peking.
Örn Arnarson í Peking. Mynd/Vilhelm
Örn Arnarson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann hefur nú lokið keppni.

Hann synti á 50,68 sekúndum sem er 0,71 sekúndu frá Íslandsmeti hans sem hann setti á Smáþjóðaleikunum í Mónakó í fyrra. Hann synti á áttundu braut í fimmta riðli og varð í áttunda og síðasta sæti. Alls varð hann í 49. sæti af 64 keppendum.

Örn byrjaði vel í sundinu og var á ágætum tíma í snúningnum. Hann náði hins vegar ekki að fylgja því eftir og dróst aftur úr á síðustu fimmtán metrunum.

Þetta var síðasta grein Arnar á Ólympíuleikunum í Peking en á sunnudaginn varð hann í 35. sæti af 45 keppendum í 100 metra baksundi. Hann var þá þeim tíma sem hann var skráður á í sundið og tæpri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu.



Örn Arnarson keppti í 100 metra skriðsundi í dag. Vilhelm Gunnarsson
Hér smakkar hann vatnið en hann keppti á áttundu braut í fimmta riðli. Vilhelm Gunnarsson
Örn synti á 50,68 sekúndum sem er 0,71 sekúndu frá Íslandsmeti hans. Vilhelm Gunnarsson
Hann varð alls í 49. sæti af 64 keppendum. Vilhelm Gunnarsson
Hér stígur hann upp úr ólympíulauginni, ef til vill í síðasta sinn. Vilhelm Gunnarsson
Jakob Jóhann Sveinsson keppti í 200 metra bringusundi í dag. Vilhelm Gunnarsson
Hann synti á 2:15,58 sem er tæpri sekúndu yfir Íslandsmeti hans í greininni. Vilhelm Gunnarsson
„Ég komst bara ekki hraðar en ég var að reyna að fara hraðar.“ Vilhelm Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×