Lífið

Benji semur ástarlag til Paris

MYND/Getty

Good Charlotte rokkarinn Benji Madden hefur samið lag til sinnar heittelskuðu Parisar Hilton. „Þetta er það fallegasta sem nokkur hefur gert fyrir mig," sagði Hilton í viðtali í dögunum.

Hún segir Benji hafa komið sér á óvart með laginu, sem ber nafnið Shine Your Light. Félagsveran Hilton sér ekki sólina fyrir kærasta sínum til tveggja mánaða: „Hann er besti vinur minn og gjörólíkur öllum sem ég hef verið með áður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.