Lífið

Faðir ofskynjunarlyfsins LSD er látinn

Albert Hofmann, faðir ofskynjunarlyfsins LSD, er látinn 102 ára að aldri.

Hann lést af hjartaslagi á heimili sínu í Sviss. Hofmann hafði mikil áhrif á hippakynslóðina á sjöunda áratugnum sem notaði LSD í miklum mæli.

Hann hélt uppi vörnum fyrir notkun á LSD árum saman eftir að lyfið hafði verið bannað skömmu fyrir 1970.

Hofmann sem var lyfjafræðingur að mennt uppgvötvaði LSD fyrir tilviljun 1938 er hann var að kanna læknisfræðilega áhrif sveppa sem vaxa á hveiti og öðrum korntegundum árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.