Risapandan Ling Ling lést úr hjartabilun í búri sínu í dýragarðinum í Tokyo í gær. Ling Ling hafði verið heilsuveill um nokkurt skeið, og var bæði nýrna- og hjartveikur. Hann var 23ja ára, og því fimmta elsta karlkyns panda í dýragarði í heiminum.
Ling fæddist í dýragarðinum í Peking árið 1985, en flutti til Tokyo sjö ára að aldri. Hans er sárt saknað af starfsmönnum og gestum dýragarðsins, þar sem hann var vinsælasta dýrið í rúm fimmtán ár.
Ling Ling látinn
