Íslenski boltinn

Haukar komnir á Laugardalsvöll

Elvar Geir Magnússon skrifar
Laugardalsvöllur. Mynd/KSÍ.is
Laugardalsvöllur. Mynd/KSÍ.is

Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Tvö lið úr 1. deild eiga möguleika á því að komast í undanúrslit keppninnar. Haukar taka á móti Fylki og þá heimsækir Víkingur Reykjavík lið Fjölnis.

Undanúrslitaleikir mótsins munu síðan fara fram á Laugardalsvelli. Þar munu leikmenn Hauka einmitt hittast í aðstöðu KSÍ og fá sér létt að borða (te og rist) áður en þeir keyra aftur heim í Hafnarfjörð þar sem leikurinn fer fram í kvöld klukkan 19:15.

Er þetta tilraun Andra Marteinssonar, þjálfara Hauka, til að fá leikmenn sína í rétta gírinn fyrir leikinn enda ekki á hverjum degi sem menn fá tækifæri til að komast í stórleiki á þjóðarleikvangnum.

Laugardalsvöllur tekur 10 þúsund manns í sæti. Leikur Hauka og Fylkis í kvöld verður hinsvegar leikinn á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði. Sá völlur hefur engin sæti fyrir áhorfendur en það eru þó grasbrekkur í kringum völlinn.


Tengdar fréttir

Auðun spáir óvæntum úrslitum að Ásvöllum í kvöld

Átta liða úrslit VISA-bikars karla fara fram í kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 en Vísir fékk Auðun Helgason, varnarmann Fram, til að spá í spilin fyrir leikina. Auðun spáir að heimavöllurinn muni vega þungt í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×