Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna 1. ágúst 2008 09:22 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. ,,Þetta er því sérstök aðgerð Samfylkingarinnar gegn hagsmunum landsmanna og ekki síður hinna sem búa á viðkomandi svæði og kæmu til með að njóta sérstaks ávinnings af fyrirhuguðum framkvæmdum," segir Valgerður á heimasíðu sinni. Í gær ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt mat skyldi ekki fara fram. Meta á allt svæðið í einu, það er að segja álverið á Bakka, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. ,,Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf á í mesta vanda sem hér hefur upp komið í áraraðir ákveður umhverfisráðherra að auka enn á vanda þjóðarbúsins og senda geigvænleg skilaboð til þeirra fjölmörgu aðila sem ráða miklu um þau kjör sem íslenskum fjármálafyrirtækjum og opinberum aðilum bjóðast," segir Valgerður. Ákvörðun umhverfisráðherra er til þess gerð að friða háværan smáhóp í Samfylkingunni sem hefur verið forystu hennar erfiður undanfarnar vikur, að sögn Valgerðar sem bætir við að ekki sé skeytt um hagsmuni Húsavíkur, Þingeyinga og nágrannabyggða. ,,Ekki er skeytt um þjóðarhag. Engu skiptir þetta fólk það alvarlega ástand sem blasir við í samfélaginu. Lengi hefur verið beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til styrktar atvinnulífinu en í stað þess kemur rothögg," segir Valgerður. Valgerður kallar sjálfstæðismenn til ábyrgðar og spyr hvort að þeir ætli að taka þátt í því skemmdarverki sem er í uppsiglingu. Skrif Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, má sjá hér. Tengdar fréttir Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15 Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36 Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15 Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. ,,Þetta er því sérstök aðgerð Samfylkingarinnar gegn hagsmunum landsmanna og ekki síður hinna sem búa á viðkomandi svæði og kæmu til með að njóta sérstaks ávinnings af fyrirhuguðum framkvæmdum," segir Valgerður á heimasíðu sinni. Í gær ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt mat skyldi ekki fara fram. Meta á allt svæðið í einu, það er að segja álverið á Bakka, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. ,,Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf á í mesta vanda sem hér hefur upp komið í áraraðir ákveður umhverfisráðherra að auka enn á vanda þjóðarbúsins og senda geigvænleg skilaboð til þeirra fjölmörgu aðila sem ráða miklu um þau kjör sem íslenskum fjármálafyrirtækjum og opinberum aðilum bjóðast," segir Valgerður. Ákvörðun umhverfisráðherra er til þess gerð að friða háværan smáhóp í Samfylkingunni sem hefur verið forystu hennar erfiður undanfarnar vikur, að sögn Valgerðar sem bætir við að ekki sé skeytt um hagsmuni Húsavíkur, Þingeyinga og nágrannabyggða. ,,Ekki er skeytt um þjóðarhag. Engu skiptir þetta fólk það alvarlega ástand sem blasir við í samfélaginu. Lengi hefur verið beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til styrktar atvinnulífinu en í stað þess kemur rothögg," segir Valgerður. Valgerður kallar sjálfstæðismenn til ábyrgðar og spyr hvort að þeir ætli að taka þátt í því skemmdarverki sem er í uppsiglingu. Skrif Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, má sjá hér.
Tengdar fréttir Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15 Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36 Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15 Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15
Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36
Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15
Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13