Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna 1. ágúst 2008 09:22 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. ,,Þetta er því sérstök aðgerð Samfylkingarinnar gegn hagsmunum landsmanna og ekki síður hinna sem búa á viðkomandi svæði og kæmu til með að njóta sérstaks ávinnings af fyrirhuguðum framkvæmdum," segir Valgerður á heimasíðu sinni. Í gær ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt mat skyldi ekki fara fram. Meta á allt svæðið í einu, það er að segja álverið á Bakka, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. ,,Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf á í mesta vanda sem hér hefur upp komið í áraraðir ákveður umhverfisráðherra að auka enn á vanda þjóðarbúsins og senda geigvænleg skilaboð til þeirra fjölmörgu aðila sem ráða miklu um þau kjör sem íslenskum fjármálafyrirtækjum og opinberum aðilum bjóðast," segir Valgerður. Ákvörðun umhverfisráðherra er til þess gerð að friða háværan smáhóp í Samfylkingunni sem hefur verið forystu hennar erfiður undanfarnar vikur, að sögn Valgerðar sem bætir við að ekki sé skeytt um hagsmuni Húsavíkur, Þingeyinga og nágrannabyggða. ,,Ekki er skeytt um þjóðarhag. Engu skiptir þetta fólk það alvarlega ástand sem blasir við í samfélaginu. Lengi hefur verið beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til styrktar atvinnulífinu en í stað þess kemur rothögg," segir Valgerður. Valgerður kallar sjálfstæðismenn til ábyrgðar og spyr hvort að þeir ætli að taka þátt í því skemmdarverki sem er í uppsiglingu. Skrif Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, má sjá hér. Tengdar fréttir Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15 Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36 Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15 Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. ,,Þetta er því sérstök aðgerð Samfylkingarinnar gegn hagsmunum landsmanna og ekki síður hinna sem búa á viðkomandi svæði og kæmu til með að njóta sérstaks ávinnings af fyrirhuguðum framkvæmdum," segir Valgerður á heimasíðu sinni. Í gær ákvað Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt mat skyldi ekki fara fram. Meta á allt svæðið í einu, það er að segja álverið á Bakka, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. ,,Á sama tíma og íslenskt efnahagslíf á í mesta vanda sem hér hefur upp komið í áraraðir ákveður umhverfisráðherra að auka enn á vanda þjóðarbúsins og senda geigvænleg skilaboð til þeirra fjölmörgu aðila sem ráða miklu um þau kjör sem íslenskum fjármálafyrirtækjum og opinberum aðilum bjóðast," segir Valgerður. Ákvörðun umhverfisráðherra er til þess gerð að friða háværan smáhóp í Samfylkingunni sem hefur verið forystu hennar erfiður undanfarnar vikur, að sögn Valgerðar sem bætir við að ekki sé skeytt um hagsmuni Húsavíkur, Þingeyinga og nágrannabyggða. ,,Ekki er skeytt um þjóðarhag. Engu skiptir þetta fólk það alvarlega ástand sem blasir við í samfélaginu. Lengi hefur verið beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til styrktar atvinnulífinu en í stað þess kemur rothögg," segir Valgerður. Valgerður kallar sjálfstæðismenn til ábyrgðar og spyr hvort að þeir ætli að taka þátt í því skemmdarverki sem er í uppsiglingu. Skrif Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, má sjá hér.
Tengdar fréttir Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15 Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36 Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15 Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31. júlí 2008 22:15
Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31. júlí 2008 18:36
Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31. júlí 2008 21:15
Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31. júlí 2008 20:13